top of page
Writer's pictureBjörn Berg Gunnarsson

Ellilífeyrir TR - Hvað breyttist um áramótin?

Aldrei þessu vant voru tiltölulega litlar breytingar gerðar á ellilífeyrisgreiðslum almannatrygginga frá Tryggingastofnun (TR) nú um áramótin. Ekki er um meiriháttar kerfisbreytingar að ræða, en fjárhæðir breytast nokkuð.



Mun hærra frítekjumark


Greiðslur stofnunarinnar eru tekjutengdar. Litið er á heildartekjur, en draga má frá til dæmis úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar (sem skerðir ekki) og 200.000 kr. launatekjur á mánuði, eða 2,4 mkr. á ári.


Almennt frítekjumark, sem dregið er frá heildartekjum, hefur um nokkuð skeið numið 25.000 kr. á mánuði en það hefur nú verið hækkað upp í 36.500 kr. á mánuði, eða um 46%.


Fjárhæðir greiðslna hækka


Greiðslur hækka auk þess frá áramótum, eða um 4,3%. Hámarksgreiðslur á mánuði verða því á þennan veg, hafi viðkomandi sótt um greiðslur 67 ára:


2024

2025

Býr ein/n í húsnæði

417.391 kr.

435.338 kr.

Býr ekki ein/n í húsnæði

333.194 kr.

347.521 kr.

Eins og áður segir eru greiðslur ellilífeyris almannatrygginga tekjutengdar. Þær tekjur má færa inn í stórgóða reiknivél Tryggingastofnunar og sjá við hvaða greiðslum má búast.


Hvenær eigum við að sækja um?


Sækja má um greiðslur ellilífeyris almannatrygginga frá 65 ára aldri, en það hentar ekki alltaf. Lestu þér til um hentugan umsóknartíma hér.


Í ítarlegu vefnámskeiði um lífeyrismál og starfslok er ellilífeyrir útskýrður með skýrum hætti, sem og samspil hans við aðrar tekjur. Miklu máli skiptir að gengið sé frá lífeyrismálum í réttri röð og á réttum tíma, með tilliti til ýmissa þátta. Ef ekki er vandað til verka geta háar fjárhæðir tapast.


Smelltu á myndina til að kynna þér vefnámskeiðið Lífeyrismál og starfslok.

Nánari upplýsingar um lífeyrismál má loks nálgast á lífeyrisvefnum hér á síðunni.

bottom of page