Lagalegir fyrirvarar
Fyrirvari vegna fjármálafræðslu
Þær upplýsingar sem koma fram í myndböndum, greinum, ráðgjöf, fyrirlestrum, tölvupóstum, á glærum, í viðtölum og annars staðar sem fróðleik er deilt byggja á þeim upplýsingum sem fyrir lágu á þeim tíma og taldar voru áreiðanlegar. Ekki er hægt að ábyrgjast að allar þær upplýsingar séu réttar og ekki er skylt að uppfæra það efni sem aðgengilegt er á vefnum. Þær skoðanir og upplýsingar sem finna má á vefnum eru geta breyst án fyrirvara.
Þær eru einungis settar fram í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem hvatningu eða ráðgjöf/ráðleggingu um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum eða þjónustu. Ekki er tekin ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna upplýsinga sem deilt er.
Björn á höfundarrétt á öllu því fræðsluefni sem sett er fram, nema annað sé tekið fram. Notendur vefsins eru hvattir til að kynna sér fjármálaafurðir, þjónustu og fræðslu fjármálastofnana, lífeyrissjóða og annarra þjónustuaðila til að dýpka þekkingu sína á þeim málefnum sem um er rætt.
Þessi fyrirvari á auk þess við um það efni sem deilt er á samfélagsmiðlum, svo sem YouTube, LinkedIn, X, TikTok, Instagram og Facebook
Fyrirvari vegna reiknivéla
Þær upplýsingar sem koma fram í reiknivélum byggja á þeim upplýsingum sem fyrir lágu á þeim tíma og taldar voru áreiðanlegar. Ekki er hægt að ábyrgjast að allar þær upplýsingar séu réttar og að ekki hafi verið gerð mistök við gerð reikniverks. Auk þess er ekki skylt að uppfæra reiknivélarnar, en áskilinn er réttur til leiðréttinga.
Reiknivélunum er ætlað að aðstoða notendur við að skipuleggja sín fjármál, en skal ekki tekið sem ráðgjöf um að ráðast í tilteknar fjárfestingar eða aðrar athafnir.