top of page

Um Björn

Ég hjálpa fólki við að bæta fjárhagslega heilsu sína

  • Linkedin
  • Instagram
  • X
  • Facebook
Screenshot_20180601-080347_edited.jpg

Björn Berg Gunnarsson hefur haldið hundruð fyrirlestra og námskeiða um fjármál hjá fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og skólum.

Hann er afkastamikill greina- og pistlahöfundur í prent- og vefmiðlum og reglulegur gestur í útvarpi og sjónvarpi sem álitsgjafi og til að útskýra fjármál og efnahagsmál á einföldu og skýru máli. Hann hefur vakið athygli fyrir létta og aðgengilega framsögu og framsetningu og er eftirsóttur kennari og fyrirlesari hjá símenntunarstöðvum, skólum og stofnunum. 

Björn er með BS gráðu í viðskiptafræði, meistaragráðu í markaðs- og alþjóðaviðskiptum og hefur staðist próf í verðbréfaviðskiptum.

Á 16 árum á fjármálamarkaði hefur hann meðal annars starfað við lífeyris-, sparnaðar- og verðbréfaráðgjöf, jafnframt því sem hann stýrði fræðslustarfi Íslandsbanka í áratug og var deildarstjóri greiningardeildar bankans. Meðal annarra starfa Björns má nefna að hann var stjórnarformaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, stýrði útvarpsþáttum um vísindi og íþróttir auk þess sem hann sat í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins.

Nánar á LinkedIn

Peningar eftir Björn Berg Gunnarsson

Árið 2021 gaf Björn út bókina Peningar, þar sem fjallað er á lifandi og skemmtilegan hátt um furðulegar og fyndnar hliðar fjármála.

Screenshot_20190813-201450~2.png

Í fjölmiðlum

Hér má nálgast nýjustu viðtöl við Björn í hinum ýmsu fjölmiðlum

skriftir.png

Greinar

Björn skrifar reglulega pistla í prent- og vefmiðla
Greinasafn
Nýjar færslur á Instagram 

Hafðu samband

Finnum hentugan tíma saman

Takk fyrir að hafa samband!

bottom of page