top of page

Lífeyrismál - Hvað breyttist um áramótin 2026?

  • Writer: Björn Berg Gunnarsson
    Björn Berg Gunnarsson
  • Jan 12
  • 2 min read

Updated: Jan 14


Í upphafi árs er gott að taka stöðuna á lífeyrismálunum. Er í lagi með þetta allt saman? Þarf að gera einhverjar breytingar? Var kannski verið að breyta einhverju sem skiptir mig máli?


Að venju er af nógu að taka og voru nokkrar eftirtektarverðar breytingar gerðar á lífeyrissjóðum, sköttum og almannatryggingum. Lítum á þær helstu:


Almannatryggingar (TR)


Frítekjumark hækkað

Almennt frítekumark ellilífeyris Tryggingastofnunar hækkaði úr 36.500 kr. á mánuði í 43.658 kr. Athugið að frítekjumark atvinnutekna helst óbreytt í 200.000 kr. á mánuði.


Hámarksgreiðslur hækka Að venju hækka hámarksgreiðslur, en þær nema nú 365.592 hjá einstaklingi sem ekki býr einn í húsnæði og fær sá sem býr einn nú að auki 92.384 kr. á mánuði, eða samtals 457.976 kr. sé hann tekjulaus. Miðað er við 67 ára umsóknaraldur.


Aldursviðbót á ellilífeyri

Sá sem áður fékk greiddan örorkulífeyri getur nú fengið svokallaða aldursviðbót. Nánari upplýsingar um aldursviðbótina má nálgast hér.


20% afsláttur af vefnámskeiðinu Lífeyrismál og starfslok út janúar 2026 með afsláttarkóðanum BERG20

Lífeyrissjóðir


Almenni og Lífsverk sameinast

Nýr sameinaður sjóður tók til starfa um áramótin og ber nafnið Almenni - Lífsverk. Út júní 2026 býðst sjóðsfélögum Lífsverks að skipta út 15% ellilífeyris síns fyrir séreign í nýjum sjóði og er mikilvægt að kynna sér það vel og vandlega.


Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa lífeyrssjóðnum

Upplýsingar um sameiningu sjóðanna má nálgast hér.


Skattar


Samnýtingu skattþrepa hætt

Staðgreiðsla margra mun hækka þetta skattaárið vegna afnáms heimildar til samnýtingar 2. og 3. skattþreps. Á þetta ekki síst við um úttekt séreignarsparnaðar sem getur orðið umtalsvert dýrari vegna skattahækkunarinnar. Rætt var um breytinguna í Síðdegisútvarpi Rásar 2.


Ný skattþrep

Persónuafsláttur hækkaði í 72.492 kr. um áramótin og eru viðmiðunarmörk nýrra skattþrepa nú þannig:

  • 1. þrep: Að 498.122 kr.

  • 2. þrep: 498.123 - 1.398.450 kr.

  • 3. þrep Umfram 1.398.450 kr.

Sem fyrr eru skattprósenturnar:

  • 1. þrep: 31,49%

  • 2. þrep: 37,99%

  • 3. þrep 46,29%


Helmingshækkun leiguskatts

Fjármagnstekjuskattur vegna útleigu allt að tveggja íbúða hækkaði um helming um áramótin, eða úr 11% í 16,5%. Hefur það veruleg áhrif á tekjur þeirra sem hyggjast drýgja tekjurnar á lífeyrisaldri með útleigu húsnæðis, en auk skattsins hafa leigutekjur áhrif á greiðslur almannatryggingar.



Lífeyrisvefur Björns
Kynntu þér lífeyrismál nánar og skráðu þig á póstlista á lífeyrishluta vefsins

Uppfærð námskeið um lífeyrismál


Námskeiðin Lífeyrismál og starfslok og Lífeyrismál á öllum aldri hafa verið uppfærð vegna nýjustu breytinga og eru í boði sem fyrr.



Næsta fjarnámskeið 24. febrúar


Notaðu afsláttarkóðann SNEMMA fyrir 14. febrúar og fáðu 25% snemmskráningarafslátt.


Námskeið um lífeyrismál og starfslok verður haldið á vefnum 24. febrúar kl. 19-22.

bottom of page