top of page

60+ reikningar bankanna eru ekki lengur bestir

Writer's picture: Björn Berg GunnarssonBjörn Berg Gunnarsson

Í áratugi hafa bankarnir boðið upp á sérstaka hávaxtareikninga fyrir fólk yfir vissum aldri. Þeir hafa gjarnan borið hæstu óverðtryggðu og óbundnu vexti bankanna.


Þetta hefur breyst að undanförnu og sparifjáreigendur geta orðið af háum fjárhæðum ef þeir bregðast ekki við.


Umtalsverð samkeppni er um innlán landsmanna og hafa nokkrir nýir reikningar litið dagsins ljós að undanförnu, sem bera jafnvel mun hærri vexti en 50+ eða 60+ reikningar bankanna, þrátt fyrir að vera að mestu eða öllu öðru leyti sambærilegir. Athugið þó að þess getur verið krafist að reikningarnir séu stofnaðir í appi eða á netinu.


Lítum á nokkur dæmi (athugið að miðað er við vaxtatöflur á þeim tíma sem greinin var síðast uppfærð):



Landsbankinn býður nú upp á reikninginn Markmið, sem þegar þetta er skrifað ber 8,19% vexti, á meðan vextir á Vörðunni 60 eru hæstir 7,65%.


Hjá Íslandsbanka má nú nálgast Ávöxtun (8,19%), sem ber hærri vexti en Heiðursmerki (7,00%).



Arion banki virðist fremur hafa lagt áherslu á að bjóða betri kjör á bundnum og verðtryggðum innlánum. Með stuttri bindingu á Vexti (8,25%, 1m) má fá talsvert hærri vexti en á Premium 50+ (7,45%).


Kvika býður upp á Auði (8,19), en hefur ekki verið með sérstaka reikninga fyrir eldra fólk.


Hjá Indó má nálgast Sparibauk (7,60%), en eins og hjá Auði eru ekki í boði sérstakir reikningar fyrir 50 eða 60 ára og eldri.


Höfum augun opin


Vel má vera að 50+ og 60+ reikningarnir verði aftur bestir, en eins og sjá má er mikilvægt að fylgjast vel með. Við getum ekki treyst því að besta bókin í dag verði það enn á morgun.


Gefðu þér 10 mínútur í að kanna hvort þú sért örugglega að fá bestu mögulegu vexti, að teknu tilliti til aðgengis, þjónustu, öryggis og fleiri þátta að sjálfsögðu. Það getur verið til mikils að vinna.


Sem dæmi má nefna að séu 10 milljónir króna færðar af Heiðursmerki á Ávöxtun hjá Íslandsbanka aukast vextir um 126.000 kr. á ári (m.v. núgildandi vaxtatöflu).


Reiknaðu ávöxtunina þína með sparnaðarreiknivél hér á vefnum:



bottom of page