top of page
Event_starfslok_1_1 (1920 x 720 px) (1).png

Besta mögulega útfærsla starfsloka og lífeyristöku

Út með hnútinn í maganum,
inn með áhyggjulaus og skemmtileg starfslok.

Það er erfitt að taka réttar ákvarðanir þegar lífeyrir er sóttur. Kerfið er flókið og lífeyristöku þarf að sníða að stöðu og smekk hvers. Um mikil værðmæti er að ræða og því borgar sig að fá aðstoð.

Lífeyrismál og starfslok er vinsælasta námskeið Björns, sem hefur haldið það hundruð sinnum fyrir vinnustaði, stofnanir og hópa í hátt á annan áratug.

Á námskeiðinu er farið yfir flókið kerfi á mannamáli og verða þátttakendur full færir um að undirbúa sín starfslok með þeim hætti sem þeim hentar best.

Lengd

3 klst

Hentar

55 ára og eldri

Dæmi um efnistök

Ellilífeyrir

  • Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur?

  • Hversu mikilar verða greiðslurnar?

Skattar

  • Hvaða skattar eru greiddir við lífeyristöku?

  • En við eignasölu, viðtöku arfs ofl?

Séreign

  • Hvenær hentar að sækja ólíkar tegundir séreignar?

  • Hvaða áhrif hefur séreign á greiðslur almannatrygginga?

Öryggi

  • Ættum við að deila lífeyri með maka?

  • Þarf að ganga frá erfðaskrá og umboðum?

Almannatryggingar

  • Hvað fáum við frá Tryggingastofnun?

  • Hvenær er best að sækja um greiðslur?

Skipulag

  • Hvað þarf að hafa í huga við skipulag hentugrar lífeyristöku?

  • Í hvaða röð sækjum við greiðslur og innleysum eignir?

Bókaðu námskeið fyrir þinn hóp​

Takk fyrir að hafa samband!

vefnamskeid_lifeyrismalwhite 1x1.png

Námskeiðið í vefskóla

Námskeiðið Lífeyrismál og starfslok er nú í boði fyrir einstaklinga og hópa í þægilegu vefkennslukerfi. 

Þátttakendur fara í gegnum námskeiðið á þeim hraða sem þeim hentar, þegar þeim hentar.

Námskeiðinu fylgir m.a.:

  • Yfir 3 klst. af fyrirlestrum

  • Aðgengi að efninu í 12 mánuði

  • Mikið magn ítarefnis og hlekkja

  • Próf úr köflum

  • Tékklisti vegna undirbúnings starfsloka

  • Er boðið upp á fjarfundi sem og staðfundi?
    Já, bæði er boðið upp á fræðslu með fjarfundabúnaði sem og í sal, ef því verður fyrir komið.
  • Hvað ef við eigum ekki til hentugan sal eða aðstöðu?
    Björn getur tekið við allt að 7 þátttakendum á skrifstofu sinni í Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11. Auk þess getur Björn útvegað sal í vesturbæ Reykjavíkur gegn vægu viðbótargjaldi.
  • Hvaða reynslu hefur Björn og hvar get ég kynnt mér hann betur?
    Björn hefur starfað við fjármálaráðgjöf og -fræðslu í 18 ár. Áður en hann hóf eigin rekstur á sviði fjármálafræðslu stýrði hann meðal annars greiningardeild Íslandsbanka og fræðslustarfi bankans, ásamt því að starfa við sparnaðar- og lífeyrisráðgjöf.
  • Hvað með þá sem ekki tala íslensku?
    Öll erindi og námskeið Björns eru sömuleiðis í boði á ensku. Algengt er að bókuð sé íslensk útgáfa fræðslu fyrir íslenskumælandi hópa og ensk útgáfa fyrir aðra starfsmenn / félagsfólk.
  • Hvað með þá sem ekki tala íslensku?
    Námskeiðið er sömuleiðis í boði á ensku. Þá er sérstök áhersla lögð á réttindi milli landa og áhrif þess að flytja úr landi á lífeyrisaldri. Mörg fyrirtæki og samtök hafa pantað bæði íslenska og enska útgáfu námskeiðsins. Þá hefur það einnig verið haldið á ensku með pólskri túlkun.
  • Hvaða reynslu hefur Björn af lífeyrismálum?
    Björn Berg hefur haldið hundruð námskeiða um lífeyrismál og starfslok undanfarin 15 ár. Hann bjó til og kenndi námskeiðið Lífeyrismál og starfslok við Endurmenntun Háskóla Íslands í áraraðir, auk þess að halda erindi og námskeið um lífeyrismál í störfum sínum sem fræðslustjóri Íslandsbanka og VÍB. Björn er sjálfstæður lífeyrisráðgjafi, heldur úti fréttabréfi um lífeyrismál og er reglulegur álitsgjafi um lífeyrismál í fjölmiðlum. - Lífeyrisvefur Björns - Nánari upplýsingar um reynslu Björns á Linkedin
  • Er boðið upp á fjarfundi sem og staðfundi?
    Já, bæði er boðið upp á fræðslu með fjarfundabúnaði sem og í sal, ef því verður fyrir komið.
  • Fá þátttakendur glærurnar?
    Glærum er ekki deilt eftir námskeið, þar sem efnið er þess eðlis að breytingar eru afar algengar. Þess í stað er boðið upp á ítarlegan og gagnlegan tékklista sem öllum þátttakendum á 3 klst. og lengri námskeiðum býðst að kostaðarlausu á pdf formi. Tékklistinn er tímalaus og þægilegt að hafa við höndina við undirbúning starfsloka.
  • Hvað ef við eigum ekki til hentugan sal?
    Björn getur tekið við allt að 7 þátttakendum á skrifstofu sinni í Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11. Auk þess getur Björn útvegað sal í félagsheimili KR gegn vægu viðbótargjaldi.
  • Eru styttri útgáfur í boði?
    Já, erindi um lífeyrismál og starfslok eru einnig í boði í 30, 60, 90 og 120 mínútna útgáfum.
  • What is an FAQ section?
    An FAQ section can be used to quickly answer common questions about you or your business, such as “Where do you ship to?”, “What are your opening hours?” or “How can I book a service?” It’s a great way to help people navigate your site and can even boost your site’s SEO.

Fleiri námskeið og fyrirlestrar

bottom of page