
Besta mögulega útfærsla starfsloka og lífeyristöku
Út með hnútinn í maganum,
inn með áhyggjulaus og skemmtileg starfslok.
Það er erfitt að taka réttar ákvarðanir þegar lífeyrir er sóttur. Kerfið er flókið og lífeyristöku þarf að sníða að stöðu og smekk hvers. Um mikil værðmæti er að ræða og því borgar sig að fá aðstoð.
Lífeyrismál og starfslok er vinsælasta námskeið Björns, sem hefur haldið það hundruð sinnum fyrir vinnustaði, stofnanir og hópa í hátt á annan áratug.
Á námskeiðinu er farið yfir flókið kerfi á mannamáli og verða þátttakendur full færir um að undirbúa sín starfslok með þeim hætti sem þeim hentar best.
Lengd
3 klst
Hentar
55 ára og eldri
Dæmi um efnistök
Ellilífeyrir
-
Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur?
-
Hversu mikilar verða greiðslurnar?
Skattar
-
Hvaða skattar eru greiddir við lífeyristöku?
-
En við eignasölu, viðtöku arfs ofl?
Séreign
-
Hvenær hentar að sækja ólíkar tegundir séreignar?
-
Hvaða áhrif hefur séreign á greiðslur almannatrygginga?
Öryggi
-
Ættum við að deila lífeyri með maka?
-
Þarf að ganga frá erfðaskrá og umboðum?
Almannatryggingar
-
Hvað fáum við frá Tryggingastofnun?
-
Hvenær er best að sækja um greiðslur?
Skipulag
-
Hvað þarf að hafa í huga við skipulag hentugrar lífeyristöku?
-
Í hvaða röð sækjum við greiðslur og innleysum eignir?
Bókaðu námskeið fyrir þinn hóp
Næsta fjarnámskeið verður haldið þriðjudagskvöldið 2. nóvember kl. 19-22.
20% afsláttur við snemmskráningu
Skráðu þig fyrir 15. desember, notaðu kóðan SNEMMA og fáðu 20% afslátt af námskeiðsgjaldinu
Námskeiðið í vefskóla
Námskeiðið Lífeyrismál og starfslok er nú í boði fyrir einstaklinga og hópa í þægilegu vefkennslukerfi.
Þátttakendur fara í gegnum námskeiðið á þeim hraða sem þeim hentar, þegar þeim hentar.
Námskeiðinu fylgir m.a.:
-
Yfir 3 klst. af fyrirlestrum
-
Aðgengi að efninu í 12 mánuði
-
Mikið magn ítarefnis og hlekkja
-
Próf úr köflum
-
Tékklisti vegna undirbúnings starfsloka









%20(1).png)


















