
Örugg og áhrifamikil framkoma
Á námskeiðinu Kraftmiklar kynningar og framkoma er farið yfir aðferðir til þess að efla framkomu í ræðu og riti ásamt því sem miðlað er af reynslu af framkomu við hin ýmsu tækifæri.
Námskeiðið hentar fyrir alla sem þurfa að halda kynningar eða koma fram, hvort sem það er í minni hópum, á fundum eða á vettvangi fjölmiðla.
Björn Berg Gunnarsson og Edda Hermannsdóttir hafa haldið vinsæl námskeið um bæði framkomu og fjármál og gefið út bækur um sama viðfangsefni.

Edda Hermannsdóttir
Edda Hermannsdóttir er markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka og hagfræðingur að mennt.
Edda hefur gefið út bækurnar Framkomu og Forystuþjóð ásamt því að hafa haldið vinsæl námskeið um framkomu.
Edda er vön því að halda kynningar og koma fram í fjölmiðlum en hún starfaði áður sem aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og spyrill í Gettu betur.
Dæmi um efnistök
Greinaskrif
Glærugerð
Ræðuskrif
Undirbúningur og flutningur kynningar
Sjónvarps- blaða- og útvarpsviðtöl
Fundarstjórnun
Panelumræður
Hafðu samband
Fleiri námskeið og fyrirlestrar

















