top of page
Writer's pictureBjörn Berg Gunnarsson

Allt það mikilvægasta um lífeyrismál

Á dögunum fagnaði Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda (SL) 50 ára afmæli sínu á vel heppnuðum fræðslufundi í Iðnó við Reykjavíkurtjörn. Um 200 manns sóttu fundinn, en á honum var rætt um hinar ýmsu hliðar lífeyriskerfisins.


Björn Berg stýrði umræðum á fundinum og ræddi við Ernu Sverrisdóttur, aðalhagfræðing Arion banka, Má Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum og stjórnarmann í Almenna lífeyrissjóðnum og Þórunni Sveinbjörnsdóttur, fv. formann Landssamtaka eldri borgara og Félags eldri borgara í Reykjavík og fv. varaformann Eflingar.



Meðal umræðuefna voru:

  • Hvað þarf að hafa í huga við val á lífeyrissjóði?

  • Hvenær borgar sig að deila lífeyri með maka?

  • Eigum við að skrá okkur í tilgreinda séreign?

  • Ætti eldra fólk að safna viðbótarlífeyrissparnaði?

  • Hvenær sækjum við lífeyri?

  • Hversu verðmætar eru þær tryggingar sem fylgja lífeyrisréttindum?


Þau Erna, Már og Þórunn voru afar skemmtilegir og fróðir viðmælendur og voru umræðurnar sannarlega upplýsandi og fróðlegar.


Horfa má á upptöku af fundinum hér að neðan:




bottom of page