
Gagnlegt og skemmtilegt erindi fyrir hópa og vinnustaði
Hvað getur þú gert í dag til að hafa það mun betra síðar?
Björn hefur haldið á fjórða hundrað námskeið og erindi um fjármál við starfslok frá árinu 2010 fyrir um 20.000 manns.
Í kjölfar margra slíkra námskeiða hefur verið óskað eftir svipuðum námskeiðum „fyrir allt starfsfólkið“.
Í Lífeyrismálum á öllum aldri er því rætt um lífeyrismál og fjármál á efri árum með sérstakri áherslu á hvað yngra fólk getur gert í dag til að bæta stöðu sína síðar á lífsleiðinni.
Dæmi um efnistök
Ellilífeyrir
-
Hvernig vel ég mér lífeyrissjóð?
-
Hvaða tekjur mun ég hafa þegar ég verð eldri?
Skattar
-
Hvaða áhrif koma skattar til með að hafa á afkomu okkar á lífeyrisaldri?
Séreign
-
Á ég að skrá mig í tilgreinda séreign?
-
Hvernig á ég að ávaxta viðbótarlífeyrissparnaðinn?
Öryggi
-
Ættum við að deila lífeyri með maka?
-
Hvernig tryggi ég fjárhagslegt öryggi fjölskyldu minnar?
Almannatryggingar
-
Eru líkur á greiðslum frá Tryggingastofnun?
-
Hvernig erum við varin ef eitthvað kemur upp á?
Eignir og skuldir
-
Hvernig byggi ég upp minn eigin lífeyrissjóð?
-
Hvernig forgangsröðum við?
Bókaðu námskeið fyrir þinn hóp
Hafðu samband og við finnum saman tíma sem hentar.

















