top of page
IMG_20211030_084548_945_edited.jpg
Untitled design.png

4.990 kr. 

Bókin Peningar varpar ljósi á áhugaverðar, spaugilegar og stundum hreint út sagt ótrúlegar hliðar fjármála á lifandi og aðgengilegan hátt.

 

Litið er bak við tjöldin meðal annars í heimi kvikmynda, tölvuleikja, fótbolta, tónlistar og tísku og fjallað um bæði það sem vel hefur tekist og það sem farið hefur á versta veg. Nokkur dýrkeyptustu mistök fjármálasögunnar eru reifuð á síðum þessarar bókar en einnig eru sagðar sögur af snilligáfu fólks á sviði fjármála.

 

Í bókinni má líka finna góð ráð um meðferð sparifjár og leitast er við að vekja áhuga lesenda á fjármálum. En fyrst og fremst er bókinni ætlað að sanna að peningar geta verið skemmtilegir!

Bókina, sem gefin er út af Sölku, skrifaði Björn Berg Gunnarsson og Auður Ýr Elísabetardóttir myndskreytti.

Erindi fyrir hópa

Létt og skemmtilegt erindi um fyndnari hliðar fjármála

Björn hefur haldið fjölda erinda upp úr bókinni, í menningarstofnunum, skólum, íþróttafélögum, fyrirtækjum, stofnunum, skemmtistöðum og víðar, þar sem hann segir léttar og skemmtilegar sögur um furðulegar hliðar fjármála.

Erindið hentar öllum aldurshópum og engin þörf er fyrir áhuga eða þekkingu á fjármálum. Efnið er létt og fyndið og því frekar í ætt við uppistand en hefðbundinn fyrirlestur.

Lengd

1 klst

Hentar

Öllum

Peningar

Kaflar bókarinnar

Peningar_Myndir (1080 x 1400 px) (1).png

1

Á hverju græddi Steve Jobs?

2

Búum til ofurhetjumynd

Peningar_Myndir (1080 x 1400 px) (2).png
Peningar_Myndir (1080 x 1400 px) (3).png

3

Landakaup

4

Kylie Jenner og hátíska

Peningar_Myndir (1080 x 1400 px) (4).png
Peningar_Myndir (1080 x 1400 px) (5).png

5

Fótbolti er ekki bara leikur

6

Kuflinn hans Obis Wans Kenobis

Peningar_Myndir (1080 x 1400 px) (6).png
Peningar_Myndir (1080 x 1400 px) (7).png

7

Örstutt um peninga

8

Bara eitt borð í viðbót

Peningar_Myndir (1080 x 1400 px) (8).png
Peningar_Myndir (1080 x 1400 px) (9).png

9

Í tónlistarbransanum

10

Peningageymirinn hans Jóakims

Peningar_Myndir (1080 x 1400 px) (10).png
bottom of page