top of page
Header_stadan_i_dag.jpg

Hér á síðunni má finna hinar ýmsu hagtölur sem varpa ljósi núverandi stöðu efnahagsmála.

Ath. að síðan er í vinnslu

Hvað hefur verðlag hækkað mikið undanfarna 12 mánuði?


Það sjáum við á ársbreytingu vísitölu neysluverðs, sem við köllum í daglegu tali verðbólgu.

Þegar sagt er að verðbólgan sé tiltekin prósentutala er í raun átt við að það hafi hún verið síðustu 12 mánuði.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvarðar stýrivexti í landinu. Hærri vextir gera fjármagn dýrara og geta því hægt á umsvifum í landinu en því er öfugt farið með lægri vexti.

Eitt meginmarkmiða bankans er að halda verðbólgu í skefjum á Íslandi og til þess beitir hann stýrivöxtum.

Stýrivextir Seðlabankans hafa töluverð áhrif á aðra vexti í landinu, til dæmis á óverðtryggðum skammtímaskuldum og íbúðalánum.

Ársfjórðungslega gefur Seðlabanki Íslands út ritið Peningamál. Í því má m.a. nálgast áhugaverðar upplýsingar um stöðu íslenska hagkerfisins, samanburð við útlönd og fjármál heimila og fyrirtækja.

Tegundir nýrra fasteignalána á til heimila er þar á meðal. Það hjálpar okkur kannski takmarkað við að taka ákvarðanir sjálf, en það getur þó verið upplýsandi að vita hvað næsti maður er að gera.

Grafið að neðan er unnið úr Peningamálum Seðlabanka Íslands á 4. ársfjórðungi 2024.

bottom of page