top of page
Reiknivél

Sparað fyrir útborgun

Hvað tekur okkur langan tíma að safna fyrir útborgun ef íbúðaverð hækkar á sparnaðartímanum?

Í þessari reiknivél færir þú inn áætlað verð eignarinnar í dag og það hlutfall sem þú þarft að safna vegna útborgunar. Dæmi um slíkt hlutfall er að fyrstu kaupendur þurfa að lágmarki að leggja fram minnst 15% af kaupverði eignar.

Hækkun íbúðaverðs getur þó þýtt að spara þurfi enn meira en gert var ráð fyrir í upphafi. Reiknivélin sýnir þér hve miklu þarf að safna, þegar miðað er við tilteknar íbúðaverðshækkanir næstu árin.

Reiknivélin var síðast uppfærð haustið 2025 og eru íbúðaverðshækkanir teknar úr þjóðhagsspá Greininar Íslandsbanka frá 24. september 2025.

Reiknivél - Sparað fyrir íbúð

Fyrirvari

Reiknivélinni er ætlað að gefa vísbendingu um hve langan tíma tekur að spara fyrir íbúð. Athugið að ekki er gert ráð fyrir ávöxtun og fjármagnstekjuskatti af ávöxtun þegar sparað er. 

Upplýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Ekki er borin ábyrgð á fjárfestingarákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga á síðunni. Upplýsingarnar byggja á heimildum sem eru taldar áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast nákvæmni né réttmæti þeirra.

 

Villur geta leynst í reiknivélinni og áskilinn er réttur til leiðréttinga.

bottom of page