top of page

Fyndnari hliðar fjármála
Klúður á klúður ofan
Eins hollt og gott það getur verið að læra af því sem gengið hefur vel í fjármálum, þurfum við líka á skemmtun að halda inn á milli.
Björn heldur reglulega erindi um fyndnari hliðar fjármála. Hvernig olli Pepsi óeirðum á Filippseyjum með tappaleik?Hvað með danska manninn sem missti einkaleyfi vegna Andrésar Andar?
Í erindinu eru sagðar forvitnilegar sögur af kostnaðarsömum mistökum, svindli og klúðri með léttum og skemmtilegum hætti.
Lengd
30 mín - 2 klst
Hentar
Öllum
Dæmi um efnistök
Kostnaðarsöm mistök og klúður
Áhugaverð málaferli
Fjármál í fótbolta, tónlist og tölvuleikjum
Skrítnir peningaseðlar
Misheppaðar markaðsherferðir
Einkennilegur uppruni fjármuna
Verðmæti leikfanga og leikmuna
Bókaðu erindi fyrir þinn hóp
Hafðu samband og við finnum saman tíma sem hentar.
Fleiri námskeið og fyrirlestrar
bottom of page
















