
Er ekki kominn tími til að börnin þín læri um fjármál?
Slæmir siðir og freistingar dynja á börnunum okkar úr öllum áttum.
Því er mikilvægt að grípa snemma inn í og temja þeim heilbrigt viðhorf til fjármuna sinna og annarra.
Björn hefur áralanga reynslu af fjármálafræðslu fyrir börn á öllum skólastigum. Hann útskýrir einföld lögmál um peninga með aðgengilegum, skemmtilegum og lifandi hætti.
Á námskeiðinu er farið yfir það sem mikilvægast er að börn og unglingar tileinki sér og hvernig foreldrar geta sem best sinnt fjárhagslegu uppeldi.
Lengd
2 klst
Hentar
Foreldrum 7-18 ára barna

Heilbrigt viðhorf til peninga er eitt dýrmætasta veganestið út í lífið
Dæmi um efnistök
Peningar í daglegu lífi
Sparnaður og ávöxtun
Tekjuöflun og fjárhagsáætlun
Áhætta og öryggi
Áhrif tíma á fjármál
Hvernig breytist nálgunin með aldri barnsins?
Sameiginleg verkefni barna og foreldra
Bókaðu námskeið fyrir þinn hóp
Hafðu samband og við finnum saman tíma sem hentar.
Fleiri námskeið og fyrirlestrar

















