top of page
  • Writer's pictureBjörn Berg Gunnarsson

Greiðslur TR hækka um 2,5%

Það fór lítið breytingum á ellilífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar (TR) nú um mánaðamótin (1. júlí), en þá hækkuðu þær um 2,5%. Bætist það við 7,4% hækkun þeirra um áramótin.


Um er að ræða hluta sérstakra aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna þeirrar miklu verðbólgu verið hefur að undanförnu og voru kynntar 5. júní síðastliðinn.


Vegna þessa breytast ýmsar fjárhæðir sem rætt hefur verið um á námskeiðum um lífeyrismál að undanförnu. Hér má sjá nokkrar þeirra, en reiknivél lífeyris á vef TR hefur verið uppfærð að því tilefni.


  • Ellilífeyrir – að hámarki 315.525 kr. á mánuði frá og með 1. júlí, að því gefnu að sótt hafi verið um greiðslur við 67 ára aldur

  • Heimlisuppbót – að hámarki 79.732 kr. á mánuði

  • Hálfur lífeyrir – að hámarki 157.763 kr. á mánuði


Allar upphæðir greiðslna TT mér nálgast á vef stofnunarinnar.


Á námskeiðunum mínum Lífeyrismál og starfslok er meðal annars litið á graf sem sýnir áhrif tekna á greiðslur TR með skýrum hætti. Svona lítur hið uppfærða graf út:
Komentáře


bottom of page