top of page

Lífeyrismál og starfslok

Fyrir hverja?

55 ára og eldri

Lengd

3 klst

Lífeyrismál og starfslok

Á þessu ítarlega og gagnlega námskeiði er vandlega farið yfir allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi lífeyrismál og fjármálahlið starfsloka.

 

Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru:

  • Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur?

  • Hvernig göngum við á séreignarsparnað og hvaða áhrif hefur tilgreind séreign?

  • Hvað þarf að vita varðandi greiðslur og skerðingar almannatrygginga?

  • Er skynsamlegt að sækja hálfan lífeyri?

  • Hvernig deili ég lífeyri með makanum mínum?

  • Hvaða skatta kem ég til með að greiða?


Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja bæta þekkingu sína á lífeyrismálum sem og þeim sem aðstoða lífeyrisþega.


Ávinningur þátttakenda

Þátttakendur öðlast betri yfirsýn yfir réttindi sín og þá valkosti sem í boði eru. Bætt þekking dregur úr líkum á kostnaðarsömum mistökum og gefur færi á að hámarka virði lífeyris og réttinda.
Dæmi um umsagnir að loknum námskeiðum

Frábært námskeið. Timinn leið hratt, skýr og skemmtileg framsetning á efni sem í eðli sínu er ekki beint skemmtilegt!
Þetta var vel útfært. Fyrirlesari skýrmæltur og vel heima í því sem hann fjallaði um. Virkilega góður og innihaldsríkur fundur. Mæli hiklaust með þessum fundi við aðra.
Hann var einstaklega skýr og jákvæður í allri framsetningu og talaði mannamál.

bottom of page