top of page

Hlutabréf fyrir byrjendur

Fyrir hverja?

Alla

Lengd

1-2 klst

Hlutabréf fyrir byrjendur

Það er mikilvægt að undirbúa sig vel áður en hafist er handa við fjárfestingar á hlutabréfamarkaði.

Á námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á fyrstu skref fjárfesta inn á markaðinn, helstu þumalputtareglur og hvað beri að varast.

Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru:

  • Hvernig eiga viðskipti sér stað?

  • Hvernig er verð hlutabréfa ákvarðað?

  • Hvað hefur helst áhrif á hvort bréfin hækki eða lækki í verði?

  • Hvenær og hversu oft er skynsamlegt að eiga viðskipti?

  • Hvaða hættur ber helst að varast?

  • Hvernig fylgist ég með?


Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið krefst engrar grunnþekkingar og hentar áhugasömu fólki á öllum aldri.


Ávinningur þátttakenda

Þátttakendur fara mun betur undirbúnir inn á markaðinn og geta varast algengustu byrjendamistök. Með betri þekkingu á viðfangsefninu aukast líkur á betri árangri við fjárfestingar á hlutabréfamarkaði.

bottom of page