top of page
  • Writer's pictureBjörn Berg Gunnarsson

Seldu fyr­ir 2.600 millj­arða króna á ein­um degi

Singles' Day er haldinn hátíðlegur 11. nóvember, en þá flykkjast Kínverjar eftir ljósleiðurunum á verslunartorg Alibaba og versla fyrir jólin.


Síauknar vinsældir þessa neyslufyllerís hafa vakið mikla athygli að undanförnu og nú í ár nam heildarsalan á þessum eina degi 2.600 milljörðum íslenskra króna sem jafngildir heildartekjum íslenska ríkisins undanfarin þrjú ár.


Borið saman við stærstu verslunardaga Bandaríkjanna er Singles' Day orðinn gríðarstór. Raunar hafa verslunarrisar vestanhafs á borð við Wal-Mart og Bloomingdale‘s ákveðið að taka þátt í veislunni og bjóða nú árlega upp á sérstök tilboð í tilefni þessarar kínversku hátíðar.


Annað áhugavert má lesa út í sölutölum Singles' Day, en það er hversu óvenju hátt hlutfall verslunarinnar fer fram í gegnum farsíma og spjaldtölvur, en í ár náði það 90%. Þetta er allt annað og hærra hlutfall en vestanhafs þar sem það var í fyrra um 65%.


Greinin er birt með leyfi Íslandsbanka og birtist fyrst á vef bankans.

Comments


bottom of page