top of page

Sparnaður og fjárfestingar

Fyrir hverja?

16 ára og eldri

Lengd

3 klst

Sparnaður og fjárfestingar

Mikilvægt er að huga vel að sparnaði, jafnt fyrir skammtímaútgjöldum sem og fjárfestingum í framtíð. Á námskeiðinu verður rætt um hvernig velja megi heppilegasta sparnaðar- eða fjárfestingarkostinn hverju sinni.

Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru:

  • Hverjir eru kostir og gallar innlána, verðbréfa og sjóða?

  • Hvernig er best að skipta ólíkum sparnaði upp?

  • Hvaða ávöxtunarleiðir henta við hinar ýmsu aðstæður?

  • Hvernig byggi ég upp eignasafn?

  • Hvað kemur til með að hafa áhrif á sparnaðinn minn og hvernig fylgist ég með?

  • Hvernig næ ég markmiðum mínum í sparnaði?


Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri sem vill ná betri tökum á sparnaði sínum og fjárfestingum.


Ávinningur þátttakenda

Þátttakendur kynnast ólíkum ávöxtunarleiðum og geta parað þær saman við markmiðin sín. Þannig næst betri árangur og mistökum fækkar.

bottom of page