top of page

Peningar

Fyrir hverja?

Alla

Lengd

1 klst

Peningar

Bókin Peningar eftir Björn Berg kom út fyrir jólin 2021. Í lýsingu á bókinni segir:

Bókin Peningar varpar ljósi á áhugaverðar, spaugilegar og stundum hreint út sagt ótrúlegar hliðar fjármála á lifandi og aðgengilegan hátt. Litið er bak við tjöldin meðal annars í heimi kvikmynda, tölvuleikja, fótbolta, tónlistar og tísku og fjallað um bæði það sem vel hefur tekist og það sem farið hefur á versta veg. Nokkur dýrkeyptustu mistök fjármálasögunnar eru reifuð á síðum þessarar bókar en einnig eru sagðar sögur af snilligáfu fólks á sviði fjármála. Í bókinni má líka finna góð ráð um meðferð sparifjár og leitast er við að vekja áhuga lesenda á fjármálum. En fyrst og fremst er bókinni ætlað að sanna að peningar geta verið skemmtilegir!

Björn hefur haldið fjölda erinda upp úr bókinni, í menningarstofnunum, skólum, íþróttafélögum, fyrirtækjum, stofnunum, skemmtistöðum og víðar, þar sem hann segir léttar og skemmtilegar sögur um furðulegar hliðar fjármála.


Hér má sjá viðtal við Björn um bókina í þættinum Saga og samfélag á Hringbraut.


Fyrir hverja

Erindið hentar öllum aldurshópum og engin þörf er fyrir áhuga eða þekkingu á fjármálum. Efnið er létt og fyndið og því frekar í ætt við uppistand en hefðbundinn fyrirlestur.


Ávinningur

Góð skemmtun og afþreying.

bottom of page