top of page

Lífeyrismál á öllum aldri

Fyrir hverja?

20-60 ára

Lengd

1 -3 klst

Lífeyrismál á öllum aldri

Björn hefur haldið yfir 300 námskeið og erindi um fjármál við starfslok frá árinu 2010 fyrir yfir 15.000 manns Í kjölfar margra slíkra námskeiða hefur verið óskað eftir svipuðum námskeiðum „fyrir allt starfsfólkið“, svo dæmi sé tekið.


Á þessu ítarlega námskeiði verður því rætt um lífeyrismál og fjármál á efri árum með sérstakri áherslu á hvað yngra fólk getur gert í dag til að bæta stöðu sína síðar á lífsleiðinni.


Meðal þess sem um verður rætt er:


  • Hvernig reikna má út hver staðan verður þegar náð er tilteknum aldri

  • Hvernig möguleg samsetning tekna getur verið

  • Greiðsla lífeyris og hvenær best er að sækja um hjá lífeyrissjóðum

  • Hlutverk viðbótarlífeyris og annarar séreignar

  • Möguleiki á hlutastarfi og töku hálfs lífeyris

  • Greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar

  • Fjárhagslegt öryggi maka og barna

  • Eignir og skuldir


Fyrir hverja

Námskeiðið hentar öllum sem ekki hafa þegar sótt um lífeyri, ekki síst þeim sem eru yngri en 60 ára. Því yngri sem þátttakendur eru, því meira geta þeir tileinkað sér í dag til að bæta úr fjárhagslegri stöðu sinni á lífeyrisaldri.

Engin þekking á málaflokknum er nauðsynleg.


Ávinningur

Afar mikill fjárhagslegur ávinningur getur fólgist í því að undirbúa fjármál á lífeyrisaldri snemma. Með góðum undirbúningi má klæðskerasníða starfslokin með þeim hætti að við njótum fjármuna okkar sem best og lágmörkum líkur á mistökum.

bottom of page