Fjármálalæsi fyrir skóla
Í yfir áratug hefur Björn haldið fyrirlestra um fjármálalæsi fyrir nemendur í elstu bekkjum grunnskóla, framhaldsskóla og í háskólum landsins. Vinsælustu fyrirlestrarnir hafa verið um 10 góð ráð um peninga þar sem farið er yfir breitt svið og er efnið aðlagað að þeim árgangi sem um ræðir, t.d. með tilliti til þess hvort nemendur séu fjárráða.
Nemendur hafa tekið virkan þátt í erindunum og lögð er áhersla á þátttöku þeirra.
Meðal þess sem um er rætt er:
Sparnaður
Lántaka
Tekjur og atvinna
Útgjöld
Hvernig finna má fjármuni í neyslu sinni
Séreignarsparnaður
Safnað fyrir fyrstu íbúð
Hægt er aðlaga erindi fyrir nemendur að hverju því sem óskað er eftir, svo sem fjárfestingum, efnahagsmálum eða skuldum.
Fyrir hverja
Efnið hentar nemendum óháð því námi sem þeir stunda eða þekkingu á fjármálum.
Ávinningur
Nemendur læra að forðast algengar áhættur í fjármálum, verða meðvitaðir um mikilvægi sparnaðar og samspil tekna og útgjalda og læra að líta á fjármál sem eðlilegt umræðuefni.