top of page

Að kaupa fyrstu íbúð

Fyrir hverja?

18 ára og eldri

Lengd

1-2 klst

Að kaupa fyrstu íbúð

Að kaupa sína fyrstu íbúð

Á námskeiðinu verður rætt um ferlið við kaup á fyrstu fasteign, allt frá sparnaði fyrir útborgun að kaupunum sjálfum. Meðal þess sem litið verður á eru hlutdeildarlán, notkun séreignarsparnaðar í útborgun og hentug íbúðalán.

Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru:

  • Hvernig kemst ég í gegnum greiðslumat?

  • Hvernig spara ég fyrir útborgun?

  • Hvaða lán á ég að taka?

  • Hvernig gengur kaupferlið á íbúðinni fyrir sig?

  • Hvaða kostnaður fylgir kaupunum og lántökunni?

  • Hvað er sérstaklega í boði fyrir fyrstu kaupendur?


Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum þeim sem ekki hafa fest kaup á sinni fyrstu íbúð hér á landi eða vilja aðstoða aðra við það ferli.


Ávinningur þátttakenda

Þátttakendur læra á kaupferlið í heild sinni og munu geta reiknað út hvaða kaup eru raunhæf. Færra mun koma á óvart í kaupferlinu og helstu ákvarðanir verða teknar með upplýstari hætti.

bottom of page