Hér á síðunni má finna hinar ýmsu hagtölur sem varpa ljósi núverandi stöðu efnahagsmála.
Hvað hefur verðlag hækkað mikið undanfarna 12 mánuði?
Það sjáum við á ársbreytingu vísitölu neysluverðs, sem við köllum í daglegu tali verðbólgu.
Þegar sagt er að verðbólgan sé tiltekin prósentutala er í raun átt við að það hafi hún verið síðustu 12 mánuði.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvarðar stýrivexti í landinu. Hærri vextir gera fjármagn dýrara og geta því hægt á umsvifum í landinu en því er öfugt farið með lægri vexti.
Eitt meginmarkmiða bankans er að halda verðbólgu í skefjum á Íslandi og til þess beitir hann stýrivöxtum.
Stýrivextir Seðlabankans hafa töluverð áhrif á aðra vexti í landinu, til dæmis á óverðtryggðum skammtímaskuldum og íbúðalánum.